Draugar, sjóræningjar, ofurhetjur og álfaprinsessur eru á meðal þeirra furðuvera sem fara á stjá um allt land í dag, en löng hefð er fyrir því að grunnskólabörn klæði sig upp í tilefni öskudagsins.
Líklegt má telja að furðuverurnar muni heimsækja fyrirtæki og stofnanir víða um land og syngja fyrir viðstadda og fá að launum sælgæti.
Með öskudegi hefst langafasta og stendur allt til páskadags. Í Sögu
daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing kemur fram að heiti
dagsins er dregið af því að þá var ösku dreift yfir höfuð iðrandi
kirkjugesta í kaþólskum sið og jafnvel með einhverskonar vendi yfir
allan söfnuðinn.