Íslendingar áhugasamir

00:00
00:00

Íslend­ing­ar sýna for­kosn­ing­un­um sem nú fara fram í Banda­ríkj­un­um vegna for­seta­kjörs­ins þar í haust mik­inn áhuga, og þá kannski ekki síst gengi Hillary Cl­int­ons.

Ástæður þessa áhuga kunna að vera ýms­ar, en Steinn Jó­hanns­son, stjórn­mála­fræðing­ur við Há­skól­ann í Reykja­vík, nefn­ir að Íslend­ing­ar hafi veitt því mikla at­hygli er Hillary Cl­int­on kom í heim­sókn hingað til lands 1999, og síðan ásamt manni sín­um, Bill, fimm árum síðar.

Hillary Cl­int­on var þá hér í heim­sókn ásamt banda­rískri þing­nefnd, og John McCain, sem nú get­ur tal­ist ör­ugg­ur um að verða for­seta­efni Re­públíkana­flokks­ins, kom þá einnig hingað til lands.

Steinn seg­ir enn­frem­ur að það kunni að út­skýra áhuga Íslend­inga á kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um nú, að við urðum fyrst þjóða í heim­in­um til að kjósa konu for­seta, og nú eigi Hillary Cl­int­on mögu­leika á að verða for­seti Banda­ríkj­anna fyrst kvenna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert