Ríkið myndi þurfa að borga um 36 milljarða króna ef það ætti að kaupa allt greiðslumark í mjólkurframleiðslu á því verði sem viðgengist hefur í viðskiptum milli bænda að undanförnu. Þetta jafngilti núverandi beingreiðslum til bænda í um 10 ár.
Núverandi greiðslumark er 117 milljónir lítra sem skiptast á milli 733 mjólkurframleiðenda. Miðað við að ríkið greiddi alls 36 milljarða króna fengi meðalbúið um 38 milljónir króna fyrir greiðslumarkið. Skuldir á meðalbúið eru komnar upp fyrir 40 milljónir króna.
Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra kveðst vera tilbúinn til að skoða það af fullri alvöru að ríkið kaupi upp allt greiðslumark af bændum.