Nokkrir vistmenn og starfsmenn á Dvalarheimilinu Hlíð, heimili eldri borgara á Akureyri, hafa veikst vegna nóróveirusýkingar sem greindist á tveimur deildum á dögunum.
Umrædd veira er ein algengasta orsök fjöldasýkinga á sjúkrahúsum, hún er bráðsmitandi en reyndar hættulaus fullfrísku fólki.