Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur skipað Sigríði Lillý Baldursdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Skipun þessi er til fimm ára frá og með 6. febrúar 2008. Fimm umsækjendur voru um stöðuna. Sigríður Lillý var sett forstjóri Tryggingastofnunar um áramót.
Sigríður Lillý er eðlisfræðingur að mennt, með uppeldis- og kennslufræði og stundaði doktorsnám og rannsóknir í endurhæfingarverkfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur frá árinu 2002 starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins, fyrst sem verkefnisstjóri síðar framkvæmdastjóri þróunarsviðs og staðgengill forstjóra og frá síðustu áramótum sem settur forstjóri stofnunarinnar.
Sigríður Lillý er formaður starfshóps sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga á vegum félags- og tryggingarmálaráðuneytisins.