Skrílslæti í Kringlunni

Öryggisverðir báðu lögregluna um aðstoð vegna skrílsláta í Kringlunni í …
Öryggisverðir báðu lögregluna um aðstoð vegna skrílsláta í Kringlunni í dag. mbl.is/Július

Lög­regla höfuðborg­ar­svæðis­ins var kölluð til vegna skrílsláta og óróa í versl­anamiðstöðinni Kringl­unni um klukk­an hálf þrjú í dag. Varðstjóri lög­regl­unn­ar sagði að ör­ygg­is­verðir hafi beðið um aðstoð vegna hópa­mynd­ana og skrílsláta.

Um klukku­tíma síðar voru tveir 14 ára dreng­ir  hand­tekn­ir vegna skrílsláta í Kringl­unni og voru for­eldr­ar þeirra látn­ir sækja þá á lög­reglu­stöð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert