Virkjað fyrir 55 milljarða

mbl.is

Íslenska orku­fyr­ir­tækið Ice­land Energy Group hyggst byggja og reka tvær vatns­afls­virkj­an­ir í Serbneska lýðveld­inu í Bosn­íu Her­segóvínu (Repu­blika Srpska). Bjarni Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður Ice­land Energy Group (IEG) og Raj­ko Ubip­arip, orku­málaráðherra lýðveld­is­ins und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is í Banja Luka í Bosn­íu Her­segóvínu 24. janú­ar síðastliðinn. Heild­ar­kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar er áætlaður um 600 millj­ón­ir evra eða um 55 millj­arðar ís­lenskra króna.

Um er að ræða 450 og 55 mega­vatta virkj­an­ir í ánni Drina við landa­mæri Bosn­íu Her­segóvínu og Serbíu. Heildarra­f­orku­kerfi Serbneska lýðveld­is­ins er nú um 2000 mega­vött. Þær virkj­an­ir sem um ræðir munu því stækka raf­orku­kerfi lands­ins um fjórðung. Til sam­an­b­urðar má geta þess að Kára­hnjúka­virkj­un er 690 mega­vött, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Árni Jen­sen, for­stjóri Ice­land Energy Group, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að um mjög spenn­andi verk­efni sé að ræða.

„Það er viðvar­andi orku­skort­ur á öll­um Balk­anskag­an­um enda á sér þar nú stað mik­il efna­hags­leg upp­bygg­ing. Á svæðinu eru mik­il tæki­færi til að nýta sér­fræðiþekk­ingu okk­ar Íslend­inga á virkj­un um­hverf­i­s­vænn­ar orku. Við horf­um líka til þess að á þessu ári opn­ar útboðsmarkaður á raf­orku í Evr­ópu sem ger­ir fram­leiðend­um á raf­orku færi á að selja orku hvar sem er í Vest­ur- og Mið Evr­ópu."

Gert er ráð fyr­ir að virkj­an­irn­ar verði að 51% í eigu IEG og 49% verði í sam­eig­in­legri eigu Serbneska lýðveld­is­ins og Serbíu. Fjár­mögn­un verk­efn­is­ins er kom­in vel á veg. Á næstu sex mánuðum er stefnt að því að ljúka samn­ing­um um fram­kvæmd­irn­ar og reiknað er með að þær hefj­ist í árs­byrj­un 2009.

Ice­land Energy Group er ís­lenskt orku­fyr­ir­tæki sem hef­ur það að mark­miði að fjár­festa í vatns- og gufu­afls­virkj­un­um í Suðaust­ur-Evr­ópu.  Fé­lagið hef­ur verið starf­rækt í fjög­ur ár og er með fjöl­mörg önn­ur verk­efni til skoðunar í Suðaust­ur Evr­ópu. Fé­lagið er í eigu Bjarna Ein­ars­son­ar, Árna Jen­sens og hóps ís­lenskra fag­fjár­festa, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert