Yfirbókuð fangelsi

Fangelsið á Litla-Hrauni.
Fangelsið á Litla-Hrauni. mbl.is/Rax

Föngum í afplánun hefur fjölgað um 22 að meðaltali frá 2002, dómar í árum talið voru helmingi þyngri í fyrra en að meðaltali áratuginn á undan og refsingum sem bárust til fullnustu hjá fangelsisyfirvöldum hefur fjölgað um 30 prósent.

Þar af hefur þeim sem hafa hlotið meira en þriggja ára dóma fjölgað úr átta árið 2002 í 20 í fyrra, eða um 250 prósent.

24 stundir sögðu frá því í gær að fangar deili með sér nokkrum klefum á Litla-Hrauni vegna þrengsla á meðan beðið er eftir því að endurbótum á fangelsinu á Akureyri ljúki. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem þurft hefur að grípa til slíkrar ráðstöfunar. Afstaða, félag fanga, lýsti í gær yfir mikilli óánægju með þetta ástand.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert