2+1 og 2+2: Duga þrjár akreinar?

Svonefndur 2+1 vegur er að hluta í Svínahrauni.
Svonefndur 2+1 vegur er að hluta í Svínahrauni. mbl.is/RAX

„Mér finnast 2+1-vegir vel koma til greina á Íslandi, þeir hafa gefist mjög vel í Svíþjóð. Þeir koma mjög vel út í samanburði, bæði hvað varðar kostnað og umferðaröryggi,“ segir Haraldur Sigurþórsson, verkfræðingur hjá Línuhönnun, en hann var einn þeirra sem fluttu erindi á morgunverðarfundi slysavarnarráðs Lýðheilsustöðvar í gærmorgun.

Haraldur segir þessa leið mjög vinsæla í Svíþjóð og nú sé svo komið að margar þjóðir líti til reynslu Svía af 2+1-vegum, en búast má við 50-80% fækkun alvarlegra slysa sé tveggja akgreina vegi breytt í 2+1 að hans sögn.

„Svona vegur er alltaf með vegriði eða víraleiðara, það er stóra atriðið í þessu, aðgreining akstursstefna,“ segir Haraldur. Hann segir 2+1-útfærslu fyrir Suðurlandsveg tilbúna svo hægt væri að byrja á lagningu hans nú þegar. Hann hefur þó ekkert á móti því að vegir séu með tvær akreinar í báðar áttir. „Það er ekki þannig að 2+2 sé vond lausn en menn verða að athuga það að þeir geta náð sama árangri í fækkun slysa með 2+1 með mun minni tilkostnaði,“ segir hann. 

Ekki nóg að spara 80%

Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og FÍB, er ekki sammála Haraldi um 2+1-vegi. „Ég er mikill áhugamaður um öryggismál. Ég kem fram með þá skoðun að við eigum að hafa 2+2 vegi á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík,“ segir hann og vill að litið sé til reynslunnar af Reykjanesbraut.

„Nú eru komin fjögur ár síðan hún var tvöfölduð og við höfum náð gríðarlegum árangri,“ segir hann og bætir við: „Um leið og fyrsti áfangi var opnaður hafði hann þau áhrif á ökumenn að þeir urðu miklu afslappaðri og ökulagið á Reykjanesbrautinni breyttist mjög.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert