Í bókun, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Akraness í dag, er lýst furðu á því, að skýrsla stýrihóps um REI–málið svokallaða skuli birt opinberlega í dag áður en allir eignaraðilar hafa fengið hana í hendur og fjallað um hana.
Ef tilefni þótti til að rannsaka þetta mál átti það að vera að frumkvæði stjórnar Orkuveitunnar og til þess ráðinn óháður aðili. Slík skýrsla hefði verið trúverðug og getað varpað ljósi á alla málavexti. Bæjarráð ítrekar jafnframt óskir bæjarstjórnar við svörum við spurningum sem lagðar hafa verið fyrir formann stjórnar og forstjóra Orkuveitunnar," segir í bókuninni.