Borgarráð fagnar sátt um REI-skýrslu

Borgarráð Reykjavíkur segist í bókun, sem samþykkt var í dag,  fagna því að samstaða hafi náðst um niðurstöðu stýrihóps vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. Skýrsla stýrihópsins hefur verið birt.

Í bókuninni segir, borgarráð taki undir með stýrihópnum að slík sátt um þetta mál sé mjög mikilvæg, þrátt fyrir að fulltrúar ólíkra stjórnmálaflokka hafi augljóslega ólíkar áherslur um einstaka efnisþætti. Lýsir borgarráð stuðningi við skýrslu stýrihópsins og þær tillögur sem þar koma fram og hafi það einkum að markmiði að treysta enn frekar stjórnsýslu á vettvangi Orkuveitu Reykjavíkur, tryggja góð vinnubrögð og betri aðkomu kjörinna fulltrúa, fyrir hönd eigenda fyrirtækisins, að stórum ákvörðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert