FL Group: Ekkert óeðlilegt við aðkomu félagsins

FL Group segir að ekkert hafi verið athugavert við aðkomu FL Group eða Geysis Green Energy í samningaviðræðum við Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavikur eins og gefið sé til kynna í skýrslu stýrihóps Svandísar Svavarsdóttur. FL Group sé stærsti hluthafinn í Geysi með 43% eignarhlut og þrír starfsmenn félagsins eigi sæti í sjö manna stjórn Geysis.

Ljóst er að um umtalsverð verðmæti var að ræða sem Orkuveitan vildi fá viðurkennd sem eignarhlut inn í sameinaðu félagi. Í ljósi þess er ekkert annað en eðlilegt að það mál væri skoðað gaumgæfilega af samningsaðilum og FL Group geti í því ljósi þess ekki talist utanaðkomandi aðili í þessu máli," segir í yfirlýsingu frá FL Group.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert