Gert að flytja húsið frá Laufási

Sveit­ar­stjórn Grýtu­bakka­hrepps tel­ur að til­boð sem kirkjuráð og stjórn prest­setra hef­ur gert bónd­an­um í Lauf­ási í Eyjaf­irði  feli í sér "óaðgengi­lega afar­kosti". Bónd­an­um er gert að flytja húsið sitt af jörðinni, en leigu­samn­ing­ur­inn kveður á um að húsið skuli víkja þegar nýr prest­ur tek­ur við prest­setr­inu.

Stjórn prest­setra hef­ur boðist til að gera fjög­urra ára leigu­samn­ing við bónd­ann á Lauf­ási í Eyjaf­irði gegn því að hann flytji húsið sitt af jörðinni. Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, bóndi í Lauf­ási, seg­ir þetta til­boð frá­leitt og að hann neyðist til að hætta bú­skap ef þetta til­boð standi. Hann seg­ist þó enn von­ast eft­ir að sér verði gert kleift að búa á jörðinni.


Þór­ar­inn er son­ur séra Pét­urs Þór­ar­ins­son­ar sem var prest­ur í Lauf­ási, en hann lést fyr­ir tæp­lega einu ári. Þór­ar­inn fékk á sín­um tíma leyfi frá Prest­setra­sjóði til að byggja sér hús á jörðinni gegn því að húsið yrði flutt þegar Pét­ur hætti prest­skap og nýr prest­ur tæki við prest­setr­inu.
Kirkjuráð samþykkti í lok síðasta árs að beina því til stjórn­ar prests­setra að Þór­arni yrði boðið að leigja jörðina til búrekstr­ar í fjög­ur ár án hlunn­inda. Hon­um yrði gert að fjar­lægja íbúðar­húsið af jörðinni í sam­ræmi við samn­ing sem gerður var þegar húsið var reist.


Um svipað leyti og þessi samþykkt var gerð fór af stað und­ir­skrifta­söfn­un í prestakall­inu til stuðnings Þór­arni. Frum­kvæði að söfn­un­inni hafði Guðný Sverr­is­dótt­ir sveit­ar­stjóri á Greni­vík. Um 500 manns skrifuðu und­ir sem Guðný seg­ir að séu um 97% þeirra sem náðst hafi í. Jafn­framt gerði sveit­ar­stjórn­in samþykkt í lok janú­ar þar sem skorað var á stjórn prest­setra að verða við ósk­um Þór­ar­ins um að hann fengi lengri leigu­tíma og að íbúðar­hús hans fengi að standa út leigu­tím­ann.

Lár­us Ægir Guðmunds­son, formaður stjórn­ar prest­setra, seg­ir að stjórn­in hafi 25. janú­ar sl. samþykkt að verða við til­mæl­um kirkjuráðs, en það þýðir að Þór­ar­inn þarf að flytja húsið af jörðinni. Lár­us sagði að menn hefðu á sín­um tíma verið hik­andi við að leyfa Þór­arni að byggja hús á prest­setr­inu enda væru eng­in for­dæmi fyr­ir slíku. Það hefði hins veg­ar á end­an­um verið gert með því skýra skil­yrði að húsið yrði flutt af jörðinni áður en nýr prest­ur tæki við prest­setr­inu. Hann seg­ir að þessi samn­ing­ur hefði verið gerður í trausti þess að að staðið yrði við hann.


Þór­ar­inn sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að til­boð stjórn­ar prest­setra væri frá­leitt og hann hefði þegar hafnað því. Ef ekki feng­ist önn­ur lausn í mál­inu væri ekki annað að gera fyr­ir sig en að setja bú­stofn­inn í slát­ur­hús í haust og hætta bú­skap. Hann sagðist hins veg­ar ekki vera til­bú­inn til að leggja árar í bát. Hann sagðist verða var við mik­inn stuðning heima í héraði og þess vegna ætlaði hann að reyna að fá þess­ari ákvörðun breytt.

Ásta F. Flosa­dótt­ir íbúi á Höfða I í Grýtu­bakka­hreppi hef­ur ritað bisk­upi Íslands opið bréf þar sem hún gagn­rýn­ir harðlega af­stöðu kirkj­unn­ar í þessu máli.

"Að sama skapi er það dap­ur­legt að verða vitni að til­raun­um þröngs hóps inn­an presta­stétt­ar­inn­ar að bola fjöl­skyldu séra Pét­urs burt úr Lauf­ási. Þú mátt líta á þetta bréf­korn sem ákall til bisk­ups um að koma í veg fyr­ir slík­ar til­raun­ir.

Svona lít­il sam­fé­lög eins og okk­ar þola það illa þegar sterk­um stofn­um er svipt í burtu. Sam­fé­lagi sauðfjár­bænda blæðir þegar yngsti bónd­inn með stærsta fjár­búið er skor­inn við stokk. Þetta vit­um við sem búum á svæðinu, við vit­um hversu mik­il­væg­ur hver ein­stak­ling­ur er fyr­ir heild­ina," seg­ir í bréf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka