Ófærð varla meiri frá árinu 2000

Veðurútlit á landinu hefur lítið breyst frá því í morgun, samkvæmt upplýsingum Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hvöss Suðvestanátt er nú á landinu og gengur á með dimmum éljum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi éljum á vestanverðu landinu en eitthvað virðist þó vera að létta til á Austurlandi.  

Enn er gert ráð fyrir stormi með roki og rigningu seint á morgun en sennileg fer þó að rigna fyrr við vestur og suðurströndina fyrr á morgun.

Fram kemur á veðurbloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar að líkast til sé  ófærðin suðvestan- og vestanlands nú sú mesta frá því 11. febrúar árið 2000. Þann mánuðinn hafi aðstæður verið svipaðar og nú, snjóþungt og mikið um éljagang með SV-vindum um vestanvert landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert