Ófærð víða um land

mbl.is

Mikil ófærð er víðast hvar á landinu og færð því frekar slæm, mokstur stendur yfir á öllum helstu leiðum.Vegurinn undir Hafnafjalli er lokaður. Búið er að loka veginum um Hellisheiði og Þrengslum.

Að sögn lögreglumanna í Mosfellsbæ er komin glórulaus hríð fyrir ofan Mosfellsbæ og ekkert ferðaveður er þar eins og staðan er nú.  Afar lítið skyggni og bílar þurfa að fara fetið.Ökumönnum bent á að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. 

Þá er skyggnið að minnka i borginni.  Umferð gengur afar hægt og rólega.  Færð er þung í húsagötum og reynt að halda stofnbrautum og strætóleiðum opnum.

Ökumann vanbúinna bifreiða eru vinsamlega beðnir um að nota frekar almenningssamgöngur heldur en einkabílinn.

Ekkert ferðaveður er nú á Vesturlandsvegi og vegunum kring um Akrakfjall. Mikil snjór er á vegum og blint og við bætist að að þar eru margir bílar fastir. Lögregla og björgunarsveitir bæði frá Akranesi og úr Borgarnesi vinna að því að aðstoða fólk sem er fast í bílum sínum og að koma föstum bílum út fyrir veg þannig að hægt verði að ryðja.

Það eru snjóþekja og skafrenningur á Reykjanesbraut, þæfingsfærð og snjókoma á Sandskeiði. Þæfingsfærði og snjókoma er víðast hvar á Suðurlandi og stendur mokstur yfir.

Á Vesturlandi er snjóþekja og snjókoma á flestum leiðum og stendur mokstur yfir. Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiði.

Vestfjörðum er snjóþekja á flestum leiðum þó er þæfingsfærð á fjallvegum og þungfært yfir Steingrímsfjarðarheiði, mokstur stendur yfir.

Á Norðurlandi er ýmist hálka eða snjóþekja og sumstaðar einhver él eða skafrenningur. Þæfingsfærði er á Víkurskarði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er ófært á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Flughálka er í kringum Egilstaði. Snjóþekja og hálka er á öðrum leiðum. Breiðdalsheiði og Öxi eru lokaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert