Sex ára fangelsi fyrir skjóta að eiginkonu sinni

Hús Hæstaréttar.
Hús Hæstaréttar.

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í 6 ára fangelsi fyrir að skjóta úr haglabyssu að eiginkonu sinni á heimili þeirra í Hnífsdal í júní á síðasta ári. Þyngdi rétturinn dóm Héraðsdóms Vestfjarða, sem hafði dæmt manninn í 4½ árs fangelsi.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að konan hafi ekki hlotið alvarlega áverka en ljóst sé, að maðurinn beitti skotvopninu á þann hátt að hann framdi lífshættulegan verknað og að hending ein réði því að ekki hlaust bani af. Hafnaði rétturinn einnig þeirri málsvörn, að um voðaskot hefði verið að ræða.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess hversu einbeittur ásetningur ákærða til verknaðarins hefði verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert