Þrengslin og Hellisheiði lokuð

Búið er að loka veginum um Þrengsli
Búið er að loka veginum um Þrengsli Árvakur/Rax

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru Þrengslin lokuð og Hellisheiði. Mikil ófærð er víðast hvar á landinu og færð því frekar slæm, mokstur stendur yfir á öllum helstu leiðum.

Að sögn lögreglumanna í Mosfellsbæ er kominn glórulaus hríð fyrir ofan Mosfellsbæ og ekkert ferðaveður þar eins og staðan er nú.  Afar lítið skyggni og bílar þurfa að fara fetið.  Ökumönnum bent á að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.  Þá er skyggnið að minnka i borginni.  Umferð gengur afar hægt og rólega.  Færð er þung í húsagötum og reynt að halda stofnbrautum og strætóleiðum opnum.

Ökumann vanbúinna bifreiða eru vinsamlega beðnir um að nota frekar almenningssamgöngur heldur en einkabílinn.

Það eru snjóþekja og skafrenningur á Reykjanesbraut, þæfingsfærð og snjókoma á Sandskeiði. Þæfingsfærði og snjókoma er víðast hvar á Suðurlandi og stendur mokstur yfir.

Á Vesturlandi er snjóþekja og snjókoma á flestum leiðum og stendur mokstur yfir.

Vestfjörðum er snjóþekja á flestum leiðum þó er þæfingsfærð á fjallvegum og þungfært yfir Steingrímsfjarðarheiði, mokstur stendur yfir.

Á Norðurlandi er ýmist hálka eða snjóþekja og sumstaðar einhver él eða skafrenningur. Þæfingsfærði er á Víkurskarði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er ófært á Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði.

Flughálka er í kringum Egilstaði, þæfingsfærði á Vopnafjarðarheiði.

Snjóþekja og hálka er á öðrum leiðum, Öxi er ófær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert