Varað við óveðri á morgun og laugardag

Spáð er óveðri á morgun og laugardag.
Spáð er óveðri á morgun og laugardag. Árvakur/Árni Sæberg

Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans vekur athygli á að Veðurstofa Íslands spáir óveðri á landinu á morgun og á laugardag. Það hlýnar um allt land í fyrramálið og er gert ráð fyrir 4-9 stiga hita á landinu og einnig talsverðu vatnsveðri og snörpum vindhviðum.

Er húseigendum bent á, að hreinsa vel frá niðurföllum og huga að lausum munum. Þá verði stórstreymt og eigendur báta á Suðvesturlandi beðnir að huga að þeim.

Þeir sem þurfa að vera á ferðinni eru hvattir til að fylgjast vel með þróun veðurs og færðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert