Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill árétta að óveðrið hefur enn ekki náð hámarki á Suðvesturlandi. Einnig á veður enn eftir að versna annars staðar á landinu.
Almannavarnadeildin vill hnykkja á því að víða um land er ekkert ferðaveður og fólk ætti alls ekki að vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Það á jafnt við ferðir innan höfuðborgarsvæðisins eins og ferðalög milli staða.
Fólki er bent á að draga fyrir glugga áveðurs í húsum og forðast að dvelja í herbergjum sem eru áveðurs.