Barkanum frestað vegna veðurs

Barkanum, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, sem vera átti í kvöld í fjölnotahúsinu í Fellabæ, hefur verið frestað vegna ótrausts veðurútlits, sérstaklega er tengist komum og brottförum skemmtikrafta flugleiðis.


Björgvin Franz Gíslason átti að kynna dagskrá og Páll Óskar Hjálmtýsson að sitja í dómnefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert