Beiðnir um aðstoð farnar að berast björgunarsveitum

Óveður er að ganga yfir landið.
Óveður er að ganga yfir landið.

Vegna veðurspár hefur Samhæfingarstöð almannavarna verið virkjuð og þar eru nú að störfum aðilar frá svæðistjórn og landstjórn björgunarsveita,  Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins,  lögreglu höfuðborgarsvæðisins,  fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra auk starfsmanna almannavarnadeildar.  

Óskir um aðstoð eru farnar að berast og eru  fjórir hópar frá björgunarsveitunum  að störfum í Grindavík, Keflavík og á Höfuðborgarsvæðinu auk slökkviliðsmanna og lögreglu.  Sinna þeir verkefnum vegna foks og vatnssöfnunar.

Á norðanverðurm  Vestfjörðum hefur verið lýst yfir viðbúnaðarstigi vegna snjóflðahættu og allt innanlandsflug liggur niðri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert