Beiðnum um aðstoð fjölgar

Björgunarsveitamenn hafa nú í nægu að snúast.
Björgunarsveitamenn hafa nú í nægu að snúast. mbl.is/Sigurður Elvar

Um 70 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinna nú útköllum vegna óveðurs sem gengur yfir landið og verið er að kalla út fleiri. Um 50 beiðnir um aðstoð hafa borist. Þeim fjölgar nú hratt, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Flest úköllin hafa verið á höfuðborgarsvæðinu þar sem þakkantar, klæðningar og lausir munir hafa verið að fjúka og gluggar og hurðar að fjúka upp. Björgunarsveitir hafa einnig verið að störfum í Keflavík, Grindavík, Sandgerði, Njarðvík, Hnífsdal og Vestmannaeyjum.

Í tilkynningu frá Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð segir að Veðurstofan hafi lýst yfir viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum en fyrr í dag var lýst viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

Samhæfingarstöðin muni fylgjast náið með framvindunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert