Ekki hægt að afgreiða flugvélar á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Árvakur

Suðaust­an storm­ur með rign­ingu geng­ur nú yfir á Kefla­vík­ur­flug­velli með hviðum sem ná allt að 40 metra hraða á sek­úndu. Örygg­is­mörk til af­greiðslu flug­véla við flug­stöðina á Kefla­vík­ur­flug­velli eru við 26 metra vind­hraða og ekki hægt að af­greiða flug­vél­ar við slík­ar aðstæður.

Ef flug­vél­ar eru við land­göngu­brýr þegar vind­ur nær 25 m. sek. verður að færa brú frá og bíða þess að dragi úr vindi.

Stjórn­stöð al­manna­varna á Kefla­vík­ur­flug­velli var mönnuð nú síðdeg­is vegna óveður­sviðbúnaðar.

Eng­in hálka er á flug­vell­in­um og hvassviðri hef­ur jafn­an ekki áhrif á flug­tök og lend­ing­ar nema það standi á milli flug­brauta. Slík­ar aðstæður sköp­ust um hríð nú á fimmta tím­an­um og varð ein flug­vél að hverfa frá og hélt til Eg­ilsstaða. Aðrar flug­vél­ar sem á áætl­un voru eru lent­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert