Ekki hægt að afgreiða flugvélar á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Árvakur

Suðaustan stormur með rigningu gengur nú yfir á Keflavíkurflugvelli með hviðum sem ná allt að 40 metra hraða á sekúndu. Öryggismörk til afgreiðslu flugvéla við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eru við 26 metra vindhraða og ekki hægt að afgreiða flugvélar við slíkar aðstæður.

Flugvélar sem lenda þegar þannig háttar til verða að bíða afgreiðslu þangað til vindstyrkur fer niður í þau mörk sem leyfa notkun landgöngubrúa, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ef flugvélar eru við landgöngubrýr þegar vindur nær 25 m. sek. verður að færa brú frá og bíða þess að dragi úr vindi.

Stjórnstöð almannavarna á Keflavíkurflugvelli var mönnuð nú síðdegis vegna óveðursviðbúnaðar.

Engin hálka er á flugvellinum og hvassviðri hefur jafnan ekki áhrif á flugtök og lendingar nema það standi á milli flugbrauta. Slíkar aðstæður sköpust um hríð nú á fimmta tímanum og varð ein flugvél að hverfa frá og hélt til Egilsstaða. Aðrar flugvélar sem á áætlun voru eru lentar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka