Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir fund fulltrúa læknaritara með forstöðumönnum Landspítalans um fyrirhugaða „útvistun" á störfum læknaritara á sjúkrahúsinu, og málefni sem því tengjast, hafa verið gagnlegan.
Fram kemur á vef BSRB að fulltrúar stéttarfélaganna hefðu ítrekað mótmæli sín við einkvæðingu þessarar starfsemi og teflt fram rökum máli sínu til stuðnings. Engin sameiginleg niðurstaða varð á fundinum en ákveðið var að halda viðræðum áfram og horfa þá jafnframt til lengri tíma.
„Ég tel mjög mikilvægt að málið fái áframhaldandi umræðu,“ er haft eftir Ögmundi á vef BSRB. „Við skulum ekki gleyma því að um er að ræða lykilstörf í heilbrigðiskerfinu sem snúa að sjúklingum, persónuvernd og að sjálfsögðu látum við okkur ekki í léttu rúmi liggja þegar við teljum vegið að starfskjörum okkar félaga,“ sagði hann jafnframt.
Formenn BSRB og SFR sátu jafnframt fundinn sem fram fór í morgun.