Hamagangur á Hóli

Enn gætu hausar átt eftir að fjúka í REI-málinu. Augu flestra beinast að yfirstjórn Orkuveitu Reykjavíkur, en einnig er horft til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Enn er því hiti í málinu sem þegar hefur sprengt einn meirihluta. Það var „þrusuerfitt“ að ná þessu saman og borgarfulltrúar í stýrihópnum „fóru í gegnum allan tilfinningaskalann“.

Það var því ekki skrýtið að borgarfulltrúar í öllum flokkum fögnuðu því að sameiginleg niðurstaða hefði náðst. Og vissulega var það áfangi út af fyrir sig þegar litið er til þess hversu ólíka aðkomu þeir höfðu að málinu. „Það er þroskamerki í pólitík, eftir að hafa staðið í átökum í langan tíma, að ýta væringum til hliðar og klára málið. Það er ekki búið að vera auðvelt! En við þurftum að sýna að þetta væri ekki vígvöllur“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka