Myndir Rebekku seldar án leyfis

Rebekka Guðleifsdóttir
Rebekka Guðleifsdóttir Rebekka Guðleifsdóttir

Ljósmyndir Rebekku Guðleifsdóttur hafa notið vinsælda á Yahoo Flickr ljósmyndasíðunni um nokkurt skeið en Rebekka uppgötvaði nýlega að myndir hennar hafa verið seldar í leyfisleysi á iStockphoto vefsíðunni.

Sagt er frá því á fréttavefnum www.news.com að Rebekka fann 25 myndir sem hún hafði tekið og sett á eigin Flickrsíðu, til sölu á iStockphoto undir fölskum forsendum.  

iStockphoto ljósmyndasíðan sem er í eigu Getty Images hefur fjarlægt myndirnar.  iStockphoto er svokallaður myndabanki þar sem notendur setja inn ljósmyndir sínar en aðrir borga fyrir niðurhal og afnot af þeim.

Aðstoðarforstjóri iStockphoto segir að fyrirtækið fylgist vel með öllum slíkum málum og reyni eftir bestu getu að sporna gegn ólögmætri sölu ljósmynda.  Það sé mjög sjaldgjæft að myndir séu seldar án heimildar eiganda en þar sem 3 milljónir ljósmynda séu á vefnum sé það óhjákvæmilegt að slíkt atvik geti komið upp.

Þetta er í annað sinn sem Rebekka finnur ljósmyndir sem hún hefur sett á Flickrsíðu sína til sölu annars staðar.  Árið 2007 uppgötvaði hún að annar aðili var með landslagsmyndir hennar til sölu.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert