Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Ólöf Guðný Valdi­mars­dótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnús­son­ar borg­ar­stjóra. Hún er arki­tekt að mennt og með próf í hag­nýtri fjöl­miðlun frá Há­skóla Íslands.

Ólöf Guðný var formaður Nátt­úru­vernd­ar­ráðs og Land­vernd­ar auk þess að vera stjórn­ar­maður í Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um Íslands.

Hún hef­ur setið á Alþingi sem varaþingmaður fram­sókn­ar­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi en sagði sig úr flokkn­um vorið 2003.

Ólöf Guðný hef­ur starfað mikið að skipu­lags­mál­um, sem skipu­lags­ráðgjafi og
einnig var hún skipu­lags­full­trúi í Akra­nes­bæ.

Ólöf Guðný á tvær dæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert