Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. Hún er arkitekt að mennt og með próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.
Ólöf Guðný var formaður Náttúruverndarráðs og Landverndar auk þess að vera stjórnarmaður í Umhverfisverndarsamtökum Íslands.
Hún hefur setið á Alþingi sem varaþingmaður framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi en sagði sig úr flokknum vorið 2003.
Ólöf Guðný hefur starfað mikið að skipulagsmálum, sem skipulagsráðgjafi og
einnig var hún skipulagsfulltrúi í Akranesbæ.
Ólöf Guðný á tvær dætur.