Rúta fauk út af vegi og lenti í skafli við Hvanná á Jökuldal, um 36 kílómetra frá Egilsstöðum. Farþegar rútunnar voru sextán krakkar á leið til Akureyrar á fótboltamót. Allir sluppu ómeiddir úr óhappinu.
Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar, sem kom að rútunni eftir óhappið, var bílstjóri rútunnar á um 60 kílómetra hraða þegar vindhviða kom og rútan fauk út af veginum og lenti í skafli.
Lögregla og sjúkralið voru kölluð út frá Egilstöðum en fljótt var ljóst að um engin meiðsli væri að ræða og ungmennin voru flutt að bænum Hvanná.