Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíðarveg

Mikið kóf var í Súðavíkurhlíð í gær.
Mikið kóf var í Súðavíkurhlíð í gær. mynd/Halldór

Búið er að loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs sem féll á veginn skömmu eftir að vegurinn var opnaður á ný en þar féllu snjóflóð í gær. Þá hefur veginum um Óshlíð verið lokað á ný vegna snjóflóðs. Veginum um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, er einnig lokaður vegna snjóflóðs.

Viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá almannavarnarnefndum Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur og Veðurstofu Íslands segir að sérstaklega er verið að horfa til ástands snjóalaga á Ísafirði. Fólk er beðið að fylgjast vel með fréttatilkynningum um frekari framvindu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert