Virkja á Samhæfingarmiðstöðina

Frá samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð
Frá samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð Árvakur/Júlíus

Ákveðið hef­ur verið að virkja Sam­hæf­ing­armiðstöðina í Skóg­ar­hlíð frá klukk­an 16 og fram eft­ir nóttu, en varað er við vonsku­veðri síðdeg­is í dag og fram á nótt.

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar verða í viðbragðsstöðu, sem og slökkvilið og lög­regla. All­ar ósk­ir um aðstoð skulu ber­ast til Neyðarlínu 112.

Gert er ráð fyr­ir tals­verðu vatns­veðri og snörp­um vind­hviðum, fyrst SA-átt sem snýst í SV átt en þess­ar átt­ir valda oft vand­ræðum á höfuðborg­ar­svæðinu og þá sér­stak­lega í efri byggðum. Einnig má bú­ast við mikl­um vind­hviðum á Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og í Vall­ar­hverf­inu í Hafnar­f­irði.

Hús­eig­end­um um land allt er bent á að hreinsa vel frá niður­föll­um og huga að laus­um mun­um. Verk­tak­ar eru sér­stak­lega áminnt­ir að ganga vel frá sín­um vinnusvæðum.

Þá verður stór­streymt og eig­end­ur báta eru beðnir að huga að þeim. Þeir sem þurfa að vera á ferðinni eru hvatt­ir til að fylgj­ast með þróun veðurs­ins og færð á veg­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka