Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps hefur ákveðið að kæra á næstunni Brynjólf Árnason, fyrrverandi sveitarstjóra, til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot í starfi. Lögmaður sveitarfélagsins, Ingvar Þóroddsson, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið. Um er að ræða verulegar fjárhæðir.
Málið komst í hámæli þegar skrifstofa Grímseyjarhrepps var innsigluð í lok nóvember sl. Nokkrum dögum áður var Brynjólfur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi vegna 12.900 lítra af olíu sem hann dró sér sem umboðsmaður Olíudreifingar.