Eignasala skilar 8-9 milljörðum

Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir engan ágreining milli fjármálaráðuneytisins og stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um það hve miklu sala eigna á varnarsvæðinu skili í ríkissjóð. Það verði að öllum líkindum 8-9 milljarðar.

Í bréfi sem fjármálaráðuneytið sendi fjárlaganefnd Alþingis er talan 12,8 milljarðar nefnd. Þórhallur segir að sú tala sé brúttótala og eftir eigi að draga frá ýmsan kostnað líkt og Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar Þróunarfélagsins, nefndi í samtali við Morgunblaðið á fimmtudaginn. Þar er um að ræða kostnað við hreinsun á menguðum svæðum, breytingar á rafmagni í fasteignunum, rekstur samfélagsins og fleira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert