Mikið tjón vegna vatns í Egilshöll

Parket skemmdist á kjallaragólfinu í Egilshöll.
Parket skemmdist á kjallaragólfinu í Egilshöll. Árvakur/Kristinn

Mikið tjón varð í Eg­ils­höll vegna vatns sem flæddi inn í húsið á gær­kvöldi og  nótt. Hjör­leif­ur Helga­son, ráðsmaður Eg­ils­hall­ar, sagði tjónið ör­ugg­lega nema nokkr­um millj­ón­um króna.  All­ur kjall­ari húss­ins, 2-3 þúsund fer­met­ar, fór und­ir 10-15 senti­metra djúpt vatn sem flæddi upp úr niður­föll­um. Þá barst mik­ill aur inn í húsið með vatn­inu.

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins, starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar og björg­un­ar­sveit­ir dældu vatn­inu út. Í morg­un unnu 20-30 manns við að þrífa kjall­ar­ann hátt og lágt.

Níu bún­ings­klef­ar, æf­inga­sal­ur fyr­ir fim­leika, fim­leika­sal­ur sjálf­ur, svæði Skot­fé­lags Reykja­vík­ur, gang­ar og geymsl­ur fóru und­ir vatn. Ljóst er að par­ket­gólf í minni fim­leika­saln­um er ónýtt.

Ráðgerðir eru tveir knatt­spyrnu­leik­ir í Eg­ils­höll síðdeg­is  og er lagt kapp á að geta opnað bún­ings­klef­ana í tíma. Hjör­leif­ur sagði að sótt­hreinsa þyrfti all­an kjall­ar­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert