Mikið tjón vegna vatns í Egilshöll

Parket skemmdist á kjallaragólfinu í Egilshöll.
Parket skemmdist á kjallaragólfinu í Egilshöll. Árvakur/Kristinn

Mikið tjón varð í Egilshöll vegna vatns sem flæddi inn í húsið á gærkvöldi og  nótt. Hjörleifur Helgason, ráðsmaður Egilshallar, sagði tjónið örugglega nema nokkrum milljónum króna.  Allur kjallari hússins, 2-3 þúsund fermetar, fór undir 10-15 sentimetra djúpt vatn sem flæddi upp úr niðurföllum. Þá barst mikill aur inn í húsið með vatninu.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, starfsmenn Reykjavíkurborgar og björgunarsveitir dældu vatninu út. Í morgun unnu 20-30 manns við að þrífa kjallarann hátt og lágt.

Níu búningsklefar, æfingasalur fyrir fimleika, fimleikasalur sjálfur, svæði Skotfélags Reykjavíkur, gangar og geymslur fóru undir vatn. Ljóst er að parketgólf í minni fimleikasalnum er ónýtt.

Ráðgerðir eru tveir knattspyrnuleikir í Egilshöll síðdegis  og er lagt kapp á að geta opnað búningsklefana í tíma. Hjörleifur sagði að sótthreinsa þyrfti allan kjallarann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert