„REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð?“

„Stóru tíðind­in í REI-skýrsl­unni eru þau að full­trú­ar allra flokka skrifuðu und­ir áfell­is­dóm yfir þeim vinnu­brögðunum sem viðhöfð voru í haust. Full­trú­ar allra flokka skrifuðu líka und­ir að fram­ganga Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar fyrrv. borg­ar­stjóra væru óverj­andi,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­full­trúi í til­kynn­ingu nú fyr­ir há­degið.

Til­kynn­ing Dags er svohljóðandi:

„Stóru tíðind­in í REI-skýrsl­unni eru þau að full­trú­ar allra flokka skrifuðu und­ir áfell­is­dóm yfir þeim vinnu­brögðunum sem viðhöfð voru í haust. Full­trú­ar allra flokka skrifuðu líka und­ir að fram­ganga Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar fyrrv. borg­ar­stjóra væru óverj­andi. Þess­um meg­in­staðreynd­um var reynd­ar valið penna orðalag. Umræður um orðalag skýrsl­unn­ar mega hins veg­ar ekki yf­ir­skyggja þenn­an meg­in­kjarna máls­ins. Þessi niðurstaða er Svandísi Svavars­dótt­ur for­manni hóps­ins til hróss.“

„Fyrstu viðbrögð Vil­hjálms og borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins vekja hins veg­ar áleitn­ar spurn­ing­ar. Þar ætl­ar eng­inn að axla ábyrgð. Í mín­um huga seg­ir það minnst um skýrsl­una en miklu meira um plagsið í ís­lenskri póli­tík. Ef sam­bæri­leg skýrsla hefði birst í ein­hverju ná­granna­landa okk­ar hefði ekki þurft að spyrja að leiks­lok­um. Jafn­vel þegar ekki þarf leng­ur að deila um staðreynd­ir hvarfl­ar ekki að Vil­hjálmi Þ. Vil­hjálms­syni eða borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins að það eigi að hafa nokkr­ar póli­tísk­ar af­leiðing­ar. Ég skil vel að borg­ar­bú­ar standi eft­ir furðu lostn­ir.“

„Það er eng­in leið að henda reiður á efti­r­á­skýr­ing­um og efti­rá-efti­rá-leiðrétt­ing­um sem Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son send­ir sér á hröðum flótta í veikri málsvörn. Það sem rugl­ar mig þó ekki minna í rím­inu er að tveir þeirra sem skrifa und­ir skýrsl­una eru ný­bún­ir að klappa þenn­an sama Vil­hjálm Þ. upp sem næsta borg­ar­stjóra í Reykja­vík. Hvernig í ver­öld­inni get­ur það staðist eft­ir það sem á und­an er gengið og hef­ur nú verið fest á blað? Ég get ein­fald­lega ekki komið þessu heim og sam­an. Og af hverju tek­ur eng­inn borg­ar­full­trúi sjálf­stæðis­flokks­ins sím­ann frá frétta­mönn­um. Ég held að það sé vegna þess að þeir geta ekki svarað þess­ari spurn­ingu: Er verj­andi að hefja höfuðpaur­inn í REI-mál­inu til æðstu virðing­ar­stöðu í borgar­póli­tík­inni? Er það lær­dóm­ur­inn sem Vil­hjálm­ur, Ólaf­ur F. Magnús­son og borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins telja rétt að draga af mál­inu?“

„Fyr­ir utan leynd­ina, pukrið og offorsið sem dregið er fram í skýrsl­unni er ljóst að borg­ar­stjóri fór fram án umboðs, mis­fór með vald og um­gekkst eig­ur al­menn­ings af ábyrgðarleysi. Umboðsleysið snýst ekki aðeins um hið laga­lega, sem mest hef­ur verið til umræðu, held­ur ekki síður póli­tískt umboð. Vil­hjálm­ur hafði eng­an í eig­in flokki með sér í þessu máli. Þar varð al­ger trúnaðarbrest­ur. Erfitt er að sjá hvernig í þá bresti verður barið. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í borg­inni og Vil­hjálm­ur sjálf­ur verða hins veg­ar að eiga það við sína sam­visku og borg­ar­búa hvernig þeir axla sín skinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert