Reykjanesbraut lokuð

Flug­hálka er á Reykja­nes­braut og er hún lokuð vegna um­ferðaró­happs að því er seg­ir í frétta­skeyti frá Vega­gerðinni um kl. 20. Þá hafa fok­skemmd­ir orðið á klæðningu á Þver­ár­fjalls­vegi á milli Skaga­fjarðar og Húna­vatns­sýslu.

Færð Á Suður­landi er hálka, hálku­blett­ir og élja­gang­ur. Hálka og skafrenn­ing­ur er á Hell­is­heiði og á Sand­skeiði og hálku­blett­ir og élja­gang­ur í Þrengsl­um.

Mjög blint er í allri Árnes­sýslu og lítið ferðaveður.

Á Vest­ur­landi er hálka, élja­gang­ur og hálku­blett­ir.

Á Holta­vörðuheiði er hálka og stór­hríð . Snjóþekja og élja­gang­ur er á Bröttu­brekku. Snjóþekja og élja­gang­ur er á öllu Snæ­fellsnesi.

Á Vest­fjörðum er hálka og élja­gang­ur á stöku stað. Búið er að opna veg­ina um Eyr­ar­hlíð, Óshlíð og Súðavík­ur­hlíð og er fólk beðið um að sýna aðgát þar sem veg­ur er þröng­ur.

Hálka og élja­gang­ur er á Stein­gríms­fjarðar­heiði.

Á Norður­landi er hálka og hálku­blett­ir. Hálka og skafrenn­ing­ur er á Vatns­skarði og á Öxna­dals­heiði.

Á Norðaust­ur­landi og Aust­ur­landi er hálka og hálku­blett­ir víðast hvar. Snjóþekja og élja­gang­ur er á Breiðdals­heiði.

Á Suðaust­ur­landi eru hálku­blett­ir og élja­gang­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert