Undanfarar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjavík eru nú á leið upp í Esjuna til að sækja þar fjóra menn sem eru í sjálfheldu í fjallinu. Ekki er vitað til þess að neitt ami að þeim en staðsetning þeirra er ekki alveg ljós þessa stundina, skv. upplýsingum Landsbjargar.