Sunnlendingar fá bjórinn

Sunnlendingum verður tryggður aðgangur að sunnlenskum bjór í vínbúðum í sinni heimabyggð um leið og hann kemur á markað. Þetta segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR.

Í frétt í 24 stundum í gær var sagt frá því að nýjar tegundir hjá ÁTVR þurfi að fara í reynslusölu í tveimur verslunum ÁTVR í Reykjavík, áður en þær fara í almenna sölu. Einar segir það ekki gilda í þeim tilfellum þar sem vara er framleidd á Íslandi; þá sé leitast við að framleiðslan sé seld í þeim vínbúðum sem eru nálælgt framleiðslustað.

„Við hlustum náttúrlega á óskir viðskiptavina, sem þýðir að við höfum alltaf haft framleiðsluna til sölu nálægt framleiðslustað,“ segir Einar.

Ennfremur bendir hann á að viðskiptavinir geti pantað vörur úr vöruúrvali ÁTVR í þær búðir þar sem þær ekki fást, sér að kostnaðarlausu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert