Þakið fauk

Helmingurinn af þakinu á kaldavantstankinum á Blönduósi fauk af í veðurofsanum í gærkvöldi. Vatnstankurinn er staðsettur rétt við veðurmæli vegagerðarinnar skammt austan við Blönduós en þar fór vindur í 43 metra á sekúndu í hviðum þannig að mikið hefur gengið á.

Að sögn er hér um nokkurra milljóna króna tjón að ræða.

Brakið af tanknum sem er úr trefjaplasti dreifðist um nágrenið en ekki er vitað til að það hafi valdið tjóni. Starfsmenn frá Krák á Blönduósi hófu viðgerð á þakinu í morgun því mikilvægt er að loka tanknum fyrir veðri og vindum. Viðgerðamenn höfðu allan vara á við viðgerðina og höfðu björgunarhring til taks því vatnsdýptin er um 4 metrar .

Ekki er vitað um önnur meiri háttar tjón á Blönduósi í veðrinu í gær en FM sendingar útvarps og gsm samband lá niðri í morgun í 2 og hálfa klukkustund.

Árvakur/Jón Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert