Tugir listaverka skemmdust

Mikið vatnsveður var á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Mikið vatnsveður var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Árvakur/Golli

Stórtjón varð í aðstöðu sjö listamanna á Korpúlfsstöðum í gærkvöldi vegna vatnsleka og skemmdust þar tugir listaverka af ólíkum toga. Mittisdjúpt vatn komst inn í kjallarann þar sem auk listaverkanna eru brennsluofnar, rennibekkir og óunnið efni til listmunagerðar.

„Það er allt á floti hér og tjónið er gífurlegt,“ sagði Laufey Jensdóttir, ein listamannanna. „Þetta er í annað sinn sem þetta gerist, en fyrra skiptið var um áramótin, þótt það hafi ekki verið eins rosalegt og nú. Reykjavíkurborg hefur ekki fundið lausn á þessum vanda,“ segir hún, en borgin leigir SÍM aðstöðuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert