Veðrið gengið niður

mbl.is

Störfum í Samhæfingarstöðinni lauk í bili síðari hluta nætur. Samkvæmt frétt frá stöðinni um kl. 5 í nótt var veðrið þá byrjað að ganga niður austanlands en þó var enn nokkur vindur til fjalla.  Annarstaðar á landinu hafði veðrið að mestu gengið niður. 

Rúmlega 400 verkefnum var sinnt af viðbragðsaðilum vegna veðursins, þar af rúmlega 200 á höfuðborgarsvæðinu.

Vakin er athygli á stormviðvörum frá Veðurstofu Íslans þar sem varað er við stormi um landið vestanvert seint í dag. Síðadegis á að bæta í vind og spáð er 18-25 metra á sekúndu vestanlands þegar líður á kvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert