Yfirlýsing frá borgarlögmanni

Krist­björg Stephen­sen borg­ar­lögmaður sendi í dag frá sér til­kynn­ingu „vegna forsíðufrétt­ar Frétta­blaðsins í dag,“ og seg­ir hana „ekki gefa rétta mynd af sam­skipt­um okk­ar Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar um um­mæli hans í Kast­ljósi.“

Krist­björg seg­ir:

„Forsíðufyr­ir­sögn Frétta­blaðsins í dag gef­ur ekki rétta mynd af sam­skipt­um okk­ar Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar um um­mæli hans í Kast­ljósi. Við Vil­hjálm­ur vor­um sam­mála um að það væri ekki hlut­verk emb­ætt­is­manna að tjá sig um sam­skipti sín við kjörna full­trúa held­ur væri eðli­legra að hann tjáði sig um málið sem hann og síðan gerði. Ég mun ekki tjá mig frek­ar um málið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert