Af vígvöllum ástar og haturs

Urður Gunnarsdóttir hefur starfað á stríðs- og átakasvæðum í sunnan- og austanverðri Evrópu, jafnt við friðargæslu sem kosningaeftirlit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. (ÖSE). Um áramótin tók hún við starfi sem fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hún segist hlakka til að takast á við íslenska utanríkisþjónustu á nýjum forsendum og að Ísland hefði þar mikilvægu hlutverki að gegna. Viðtal er við Urði í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Urður var um árabil blaðamaður á Morgunblaðinu. Eftir nokkurra ára starf voru gerðar skipulagsbreytingar á blaðinu eins og gengur. Við það losnaði staða í erlendum fréttum. „Ég stökk á það,“ segir Urður. Eftir það varð ekki aftur snúið.

„Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á alþjóðamálum, sérstaklega Austur-Evrópu. Ég held að sá áhugi hafi kviknað af tímaritinu Fréttir frá Sovétríkjunum sem var borið í öll hús þegar ég var krakki. Ég gleypti það í mig og fannst þessi heimur framandi og spennandi. Þegar ég hafði unnið á erlendum fréttum um hríð var ég loks send á vegum blaðsins til Bosníu 1995.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert