Vonskuveður er á Bröttubrekku og er hún nú orðin ófær.
Fólki er bent á að fara um Heydal.
Það er hálka á Hellisheiði og skafrenningur en hálkublettir í Þrengslum. Á
Suðurlandi eru víða hálkublettir en þó sumstaðar krapi eða hálka.
Í Borgarfirði og Dölum er víðast hálka en hálkublettir á Mýrum og
Snæfellsnesi. Brattabrekka er ófær en á Holtavörðuheiði er hálka, stífur
vindur og skafrenningur.
Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka og skafrenningur eða él. Stormur er á
Hálfdán og éljagangur. Mokstur stendur enn yfir í innanverðu
Ísafjarðardjúpi.
Á Ströndum er hált á köflum og él.
Víða er hált á Norðurlandi, einkum vestan til, og él eða skafrenningur en
það er ansi hvasst á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Við Eyjafjörð og í
Þingeyjarsýslum eru vegir víða auðir eða með hálkublettum.
Á Austurlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Snjóþekja er á
Breiðdalsheiði.
Á Suðausturlandi er mikið autt en þó hálka vestan við Kirkjubæjarklaustur
og hálkublettir víðar.