Grandavegur lokaður

Lögreglan aðstoðar borgarstarfsmenn sem hreinsa veginn.
Lögreglan aðstoðar borgarstarfsmenn sem hreinsa veginn. Árvakur/KGA

Lögreglan í Reykjavík hefur lokað umferð um Eiðisgranda við Ánanaust og aðstoðar nú borgarstarfsmenn sem hreinsa grjót af veginum. Útkallið kom skömmu fyrir klukkan ellefu en reiknað er með opnað verði fyrir umferð innan tíðar.

Sjór hefur gengið yfir varnargarð og borið stórgrýti með sér og þeytt steinum og rusli yfir veginn. 

Hreinsa þarf upp eftir brimölduna við Ánanaust.
Hreinsa þarf upp eftir brimölduna við Ánanaust. Árvakur/KGA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert