Fundað um þjóðlendumál

Ríkisvaldið birtir þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi innan tíðar.
Ríkisvaldið birtir þjóðlendukröfur sínar á vestanverðu Norðurlandi innan tíðar. Árvakur/Einar Falur

Árni M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra hef­ur þegið boð stjórn­ar Lands­sam­taka land­eig­enda á Íslandi um að koma á aðal­fund sam­tak­anna á fimmtu­dag­inn kem­ur. Ráðherra fjall­ar þar um stöðu þjóðlendu­mála af sjón­ar­hóli rík­is­valds­ins.

Í til­kynn­ingu frá LLÍ seg­ir: „Fund­ar­boðend­ur vænta þess að fjár­málaráðherra mæti til leiks með nýtt út­spil af hálfu rík­is­ins í átt til sam­komu­lags í deil­unni við land­eig­end­ur, ekki síst í ljósi þess að núna fyr­ir lok fe­brú­ar­mánaðar birt­ir rík­is­valdið þjóðlendu­kröf­ur sín­ar á vest­an­verðu Norður­landi."

Stjórn LLÍ hef­ur ákveðið að efna til funda um stöðu þjóðlendu­mála víða um land eft­ir aðal­fund sam­tak­anna. Áformaðir fund­arstaðir eru Borg­ar­nes, Búðardal­ur, Staðarflöt, Varma­hlíð, Ak­ur­eyri, Breiðumýri, Þórs­höfn, Eg­ilsstaðir og Rangár­valla­sýsla. Tveir stjórn­ar-menn mæta á hvern fund.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert