Kindurnar heimtar úr helju

Guðmundur Jörundsson með kindurnar eftir að þær voru komnar í …
Guðmundur Jörundsson með kindurnar eftir að þær voru komnar í hús á ný. mbl.is/alfons

Ærnar  sex sem hafa hafst við í Ólafs­víkurenni síðan í haust, og hafa verið í sjálf­heldu síðan, komust í manna hend­ur í dag. Fé­lag­ar í björg­un­ar­sveit­inni Lífs­björgu fóru á staðinn ásamt eig­anda kind­anna, Guðmundi Jör­unds­syni, og náðu þeim við erfiðar aðstæður.

Davíð Óli Ax­els­son formaður Lífs­bjarg­ar sagði í sam­tali við frétta­rit­ara að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar, rok mikið „en þetta tókst og er ég mjög ánægður með hvernig til tókst við þess­ar björg­un­araðgerð og gott að þetta er yf­ir­staðið.“

Davíð Óli seg­ir að ærn­ar hafi verið mjög stygg­ar, „og þegar við vor­um bún­ir að reka þær niður úr Ólafs­víkurenni, þá reyndu ærn­ar að taka á sprett aft­ur upp á Ennið, en sem bet­ur fer tókst okk­ur að koma í veg fyr­ir það.“

Guðmund­ur Jör­unds­son sagði að björg­un­ar­ferð lok­inni að björg­un­ar­sveit­ar­menn væru hetj­ur. „Mér er mikið létt og var í raun bú­inn að af­skrifa að fá ærn­ar aft­ur í hús, það er búið að vera leiðinda­veður und­an­farn­ar vik­ur og því átti ég ekki von á að fá ærn­ar í hend­ur aft­ur.“

Guðmund­ur seg­ir að ærn­ar séu í mjög góðum hold­um og því hafi þær haft nóg að éta á fjall­inu þessa mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert