Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann sem grunaður er um ölvun við akstur á dráttarvél sem hann tók ófrjálsri hendi á bóndabæ í uppsveitum Borgarfjarðar.
Mun maðurinn hafa fest bíl sinn í skafli um miðnættið í gær og fundið þessa lausn á vandanum.