Slagsmál á Raufarhöfn

Margir lágu sárir eftir slagsmál á Raufarhöfn í nótt.
Margir lágu sárir eftir slagsmál á Raufarhöfn í nótt. Árvakur/Júlíus

Anna­samt var hjá þeim lög­reglu­mönn­um sem stóðu vakt­ina á Raufar­höfn í nótt þar sem haldið var fjör­ugt þorra­blót. Kalla þurfti út lækni frá Kópa­skeri vegna manns sem sló í gegn­um rúðu og ökkla­brotnaði í slags­mál­um við ann­an mann.

Einnig þurfti lög­regl­an að stöðva slags­mál í heima­húsi und­ir morg­un en þar hlaut maður skurð á auga­brún og missti tönn er hann var sleg­inn í and­litið með flösku. Sá sem lagði til hans með flösk­unni fór síðan út og vann skemmd­ir á bif­reið sem þar stóð.

Það voru tveir lög­reglu­menn frá Þórs­höfn á Langa­nesi sem stóðu vakt­ina á Raufar­höfn í nótt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert