Vilja friða Unuhús

Þorkell Þorkelsson

Borg­ar­ráð hef­ur sent húsafriðun­ar­nefnd til meðferðar er­indi eig­anda Unu­húss, Garðastræt­is 15, sem fer fram á að húsið verði friðað þannig að fast­eigna­gjöld verði felld niður. Að öðrum kosti fer hann fram á að til­laga að friðun á deili­skipu­lagi verði felld niður.

Til­lög­ur að friðun húsa eru gerðar í deili­skipu­lags­áætl­un borg­ar­yf­ir­valda en friðun húsa er á veg­um rík­is­ins í sam­ræmi við Húsafriðun­ar­nefnd. Því hef­ur er­ind­inu, sem var til um­fjöll­un­ar í borg­ar­ráði sl. fimmtu­dag, verið beint til Húsafriðun­ar­nefnd­ar.

Unu­hús er nefnt eft­ir Unu Gísla­dótt­ur (1855-1924), sem leigði þar út her­bergi og hafði kost­gang­ara og Er­lend­ur son­ur henn­ar eft­ir henn­ar dag. Una seldi fæði ódýr­ar og leigði her­bergi lægra verði en aðrir hér í bæ. Þess vegna dróst einkum að húsi henn­ar fólk, sem lít­il hafði aur­aráð eða hvergi átti þak yfir höfuðið. Húsið var líka þekkt aðset­ur ungra skálda og lista­manna á fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert