Vilja friða Unuhús

Þorkell Þorkelsson

Borgarráð hefur sent húsafriðunarnefnd til meðferðar erindi eiganda Unuhúss, Garðastrætis 15, sem fer fram á að húsið verði friðað þannig að fasteignagjöld verði felld niður. Að öðrum kosti fer hann fram á að tillaga að friðun á deiliskipulagi verði felld niður.

Tillögur að friðun húsa eru gerðar í deiliskipulagsáætlun borgaryfirvalda en friðun húsa er á vegum ríkisins í samræmi við Húsafriðunarnefnd. Því hefur erindinu, sem var til umfjöllunar í borgarráði sl. fimmtudag, verið beint til Húsafriðunarnefndar.

Unuhús er nefnt eftir Unu Gísladóttur (1855-1924), sem leigði þar út herbergi og hafði kostgangara og Erlendur sonur hennar eftir hennar dag. Una seldi fæði ódýrar og leigði herbergi lægra verði en aðrir hér í bæ. Þess vegna dróst einkum að húsi hennar fólk, sem lítil hafði auraráð eða hvergi átti þak yfir höfuðið. Húsið var líka þekkt aðsetur ungra skálda og listamanna á fyrstu áratugum 20. aldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert