Fagridalur er farartálmi

Á milli Reyðarfjarðar og Eg­ilsstaða eru tæp­ir 34 km og ligg­ur leiðin að mestu um Fagra­dal, hæst í 350 metr­um y.s.m. Vet­ur­inn hef­ur verið held­ur þung­ur á þess­um slóðum og dal­ur­inn því stund­um torfar­inn vegna fann­ferg­is og ill­viðra. Að öllu jöfnu er Fagra­dal haldið opn­um milli kl. 07 og 23 yfir vet­ur­inn. Á milli 350 og 500 bíl­ar hafa farið um dal­inn á sól­ar­hring und­an­farið.

Sveit­ar­stjórn­ar­menn á Fljóts­dals­héraði og víðar hafa ít­rekað kallað eft­ir bættri vetr­arþjón­ustu Vega­gerðar­inn­ar á leiðinni þar sem um­ferð um Fagra­dal er mik­il og fólk sæk­ir þjón­ustu og vinnu af Héraði á firði og öf­ugt. Til dæm­is vinna um 100 manns af Héraðinu í ál­veri Alcoa Fjarðaáls. Fyr­ir­tækið lagði mikið upp úr því á und­ir­bún­ings­tíma verk­smiðjunn­ar að sam­göng­ur yrðu færðar til viðun­andi horfs til að skapa stærra og trygg­ara at­vinnusvæði.

„Verst­ar fyr­ir okk­ur eru ferðirn­ar fjór­ar um Fagra­dal sem tengj­ast vakta­skipt­um í ál­ver­inu,“ seg­ir Guðmund­ur Bjarna­son, verk­efn­is­stjóri hjá Alcoa Fjarðaáli. „Þegar færð er slæm geta lokast af al­ger­ir lyk­il­starfs­menn, en mest bitn­ar þetta á vakta­skipt­um og hef­ur gerst nokkr­um sinn­um í vet­ur. Ef við kom­um ekki fólk­inu á milli þarf að boða menn út á auka­vakt­ir úr ná­grenni ál­vers­ins og koma fólki í gist­ingu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert